Metantillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn í júní skilar árangri Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. desember 2019 13:30 Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Strætó Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar