Biskup þakkaði björgunarsveitunum Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 12:27 Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Vísir Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi. Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi.
Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira