„Þetta er bara algjör hundsun“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 19:31 Stjórn Landssambands hestamannafélaga segja Samtök íþróttafréttamanna senda kaldar kveðjur til hestamanna. Rut Sigurðardóttir/LH Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“. Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“.
Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00
Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00