Innlent

Samþykktu tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu. Vísir/vilhelm

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu.

Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hefur verið falið að útfæra fjármögnun og tímasetningu verkefnisins. Horft er til þess að með þyrlunni og sérhæfðri áhöfn hennar megi stytta umtalsvert viðbragðstíma í útköllum.

Í minnisblaði heilbrigðisráðherra segir að aðgengi að heilbrigðisþjónustu í dreifbýli sé víða takmarkað. Vaxandi sérhæfing í bráðameðferð geri auknar kröfur til þess að bráðveikir og slasaðir komist fljótt á Landspítala.

„Þessum sjúkraflutningum er núna að mestu sinnt með sjúkrabílum og að nokkru leyti með sjúkraflugvél og björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Lagt er til að þyrlan verði staðsett á suðvesturhorni landsins þar sem útköll vegna slysa og bráðra veikinda eru tíð og hefur fjölgað mikið á síðustu árum, ekki síst á Suðurlandi þar sem straumur innlendra og erlendra ferðamanna hefur verið mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×