Handbolti

Leikmenn úr Olís-deildinni voru með á fyrstu æfingu landsliðsins fyrir EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir stilltu sér upp fyrir æfinguna í dag.
Strákarnir stilltu sér upp fyrir æfinguna í dag. mynd/facebook-síða gróttu

Fyrsta æfing íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir EM 2020 fór fram í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi í morgun.

Á æfinguna vantaði nokkra leikmenn enda keppni í sumum deildum í Evrópu ekki lokið.

Tíu úr 19 manna æfingahópnum sem Guðmundur Guðmundsson valdi voru mættir á fyrstu æfinguna fyrir EM. Þeirra á meðal var aldursforseti hópsins, Guðjón Valur Sigurðsson, sem var mættur á sinn gamla heimavöll á Nesinu.

Til að hafa fullmannaða æfingu voru leikmenn úr yngri landsliðunum og Olís-deildinni kallaðir til.

Á æfingunni á Nesinu í dag voru Tumi Steinn Rúnarsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu, FH-ingurinn Birgir Már Birgisson, Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður ÍBV, og Haukamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson.

Hópurinn stillti sér upp fyrir æfinguna eins og sjá má hér fyrir neðan.

Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. Íslenska liðið leikur aðeins einn æfingaleik fyrir EM; gegn Þýskalandi í Mannheim 4. janúar. Þann níunda fer liðið til Malmö í Svíþjóð þar sem riðilinn verður leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×