Innlent

Sumarhúsið gjörónýtt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Húsið er gjörónýtt eins og sjá má.
Húsið er gjörónýtt eins og sjá má. Mynd/Aðsend

Sumarhúsið sem kviknaði í í Grímsnesi í kvöld er gjörónýtt. Talið er að húsið hafi verið mannlaust en það var alelda þegar slökkvilið bar að garði.

Slökkviliðsmenn frá Selfossi voru sendir á vettvang auk tankbíls frá Flúðum en vinna slökkviliðsmanna snerist einnig um að koma í veg fyrir að eldur bærist í nærliggjandi rét.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að nú sé verið að slökkva í gæðum og að tekist hafi að koma í veg fyrir að eldur kviknaði í gróðrinum.

„Það eru tiltölulega há tré þarna en ekki gríðarlega mikill skógur,“ segir Pétur en vakt verður á staðnum eitthvað fram eftir nóttu til að tryggja að allar glæður séu slökktar.

Talið er að húsið hafi verið mannlaust er eldurinn kviknaði.

Brunavarnir Árnessýslu að störfum í kvöld.Mynd/Aðsend

Tengdar fréttir

Sumarhús í Grímsnesi alelda

Brunavarnir Árnessýslu eru nú að störfum í Grímsnesi eftir að tilkynnt var um eld í sumarhúsi í kvöld. Húsið reyndist alelda þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×