Brunavarnir Árnessýslu eru nú að störfum í Grímsnesi eftir að tilkynnt var um eld í sumarhúsi í kvöld. Húsið reyndist alelda þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Slökkvistarf er enn í gangi.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunvarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að slökkviliðsmenn frá Selfossi hafi farið í útkallið auk þess sem að tankbíll var sendur frá Flúðum sökum þess að vatn sé af skornum skammti á svæðinu.
Þá miðist slökkvistarf nú við að koma í veg fyrir að það kvikni í nærliggjandi gróðri svo koma megi í veg fyrir gróðurelda. Í grennd við sumarhúsið séu grenitré en í þeim geti kviknað sé hitinn nægur.
Innlent