Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:07 Ekki hafa fundist sambærileg skilaboð í öðrum kortum en Tesco hefur ákveðið að stöðva framleiðslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu. Bretland Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu.
Bretland Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira