Kvikmyndahúsum barst óvænt tilkynning frá framleiðendum Cats sem gagnrýnendur hafa leitt til slátrunar Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 09:43 Söngkonan Taylor Swift leikur í Cats. Universal Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi. Hollywood Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi.
Hollywood Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira