Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2019 08:02 Sylvi Listhaug, Erna Solberg og Terje Søviknes, sem tók við ráðherraembætti aldraðra og lýðheilsu af Sylvi, ganga úr konungshöllinni í Osló eftir ráðherraskiptin. Mynd/TV-2, Noregi. Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Skipan hennar þykja skilaboð um að norska ríkisstjórnin hyggist ekkert gefa eftir í leit að nýjum olíulindum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg forsætisráðherra gekk af fundi Noregskonungs í vikunni með tvo nýja ráðherra sér við hlið, báða úr samstarfsflokki hennar, Framfaraflokknum, sem vildi uppstokkun á sínu ráðherraliði. Skipan Sylvi Listhaug í embætti olíu- og orkumálaráðherra vekur sérstaka athygli enda vart hægt að hugsa sér meiri ögrun við loftlagsumræðuna. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna og beitti sér fyrir hertri innflytjendapólitík sem ráðherra þess málaflokks. Þá neyddist hún til að segja af sér embætti dómsmálaráðherra í fyrra eftir að hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Frá lyklaskiptum. Sylvi Listhaug hætti sem ráðherra aldraðra- og lýðheilsu og tók við sem olíu- og orkumálaráðherra.Mynd/TV-2, Noregi. Við lyklaskiptin, þar sem hún var þráspurð, kvaðst hún reyndar telja að einhver hluti loftlagshlýnunar væri af mannvöldum en rifjuð hafa verið upp eldri ummæli hennar um að loftlagsumræðan sé áróðursbragð vinstrimanna til að réttlæta hærri gjöld og skatta. Fréttaskýrendur telja að Framfaraflokkurinn vilji með skipan hennar stimpla sig inn sem aðalstuðningsflokk olíugeirans. Henni er ætlað að ræna olíustarfsmönnum frá Verkamannaflokknum og Hægriflokknum, sagði Aftenposten. Nú verður olíubrák á ný, sagði VG. Á sama tíma er hún á móti vindmylluvæðingu Noregs og sölu raforku úr landi um sæstrengi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13 Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Skipan hennar þykja skilaboð um að norska ríkisstjórnin hyggist ekkert gefa eftir í leit að nýjum olíulindum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg forsætisráðherra gekk af fundi Noregskonungs í vikunni með tvo nýja ráðherra sér við hlið, báða úr samstarfsflokki hennar, Framfaraflokknum, sem vildi uppstokkun á sínu ráðherraliði. Skipan Sylvi Listhaug í embætti olíu- og orkumálaráðherra vekur sérstaka athygli enda vart hægt að hugsa sér meiri ögrun við loftlagsumræðuna. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna og beitti sér fyrir hertri innflytjendapólitík sem ráðherra þess málaflokks. Þá neyddist hún til að segja af sér embætti dómsmálaráðherra í fyrra eftir að hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Frá lyklaskiptum. Sylvi Listhaug hætti sem ráðherra aldraðra- og lýðheilsu og tók við sem olíu- og orkumálaráðherra.Mynd/TV-2, Noregi. Við lyklaskiptin, þar sem hún var þráspurð, kvaðst hún reyndar telja að einhver hluti loftlagshlýnunar væri af mannvöldum en rifjuð hafa verið upp eldri ummæli hennar um að loftlagsumræðan sé áróðursbragð vinstrimanna til að réttlæta hærri gjöld og skatta. Fréttaskýrendur telja að Framfaraflokkurinn vilji með skipan hennar stimpla sig inn sem aðalstuðningsflokk olíugeirans. Henni er ætlað að ræna olíustarfsmönnum frá Verkamannaflokknum og Hægriflokknum, sagði Aftenposten. Nú verður olíubrák á ný, sagði VG. Á sama tíma er hún á móti vindmylluvæðingu Noregs og sölu raforku úr landi um sæstrengi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13 Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45
Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13
Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31
Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56