Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. desember 2019 22:17 Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur. Kjaramál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira