Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna.
Árið 1991 var Óli vinur hans á forsíðu Æskunnar og það í sérstakri jólaútgáfu.
Þar átti hann að vera með lítilli stúlku og segir Steindi að hún hafi afboðað sig með stuttum fyrirvara.
Steindi segir í þættinum að hann hafi því þurft að klæða sig upp sem stelpa og sitja fyrir á forsíðunni eins og heyra má hér að neðan.
Klippa: Lygileg saga frá Steinda
Hér að neðan má sjá jólaþátt Einkalífsins í heild sinni.