Giannis komst í fámennan hóp með Shaq Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 14:00 Giannis Antetokounmpo. Getty/Stacy Revere Giannis Antetokounmpo hefur fylgt því eftir að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra með því að leiða Milwaukee Bucks til sigurs í 25 af fyrstu 29 leikjum sínum í ár. Það gæti orðið erfitt að finna einhvern sem ætti frekar að vera kosinn mikilvægastur á þessu tímabili. Milwaukee Bucks vann Los Angeles Lakers í toppslag í nótt og þar komst Giannis Antetokounmpo í fámennan hóp með Shaquille O'Neal. Þeir tveir eru nefnilega þeir einu í NBA frá 1976-77 tímabilinu sem hafa náð þrettán leikjum röð með 25 stig eða meira jafnframt því að hitta úr meira en helmingi skota sinna. Giannis Antetokounmpo has scored 25+ PTS on 50% shooting or better in 13 straight games. The only other player to accomplish this since the start of the 1976-77 season was Shaquille O'Neal, who had 13 straight such games from Jan. 7-Feb. 20, 2001. pic.twitter.com/NQtAEUPSGA— NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2019 Shaquille O'Neal náði þessu í þrettán leikjum í röð með Los Angeles Lakers frá 7. janúar til 20. febrúar 2001. Tímabilið 2000-01 var Shaquille O'Neal 28 ára gamall og hann endaði það með 28,7 stig, 12,7 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 2,8 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 57 prósent skota sinna. Shaq var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn eins og árið áður því sá heiður fór til Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers. Los Angeles varð hins vegar NBA-meistari og Shaquille O'Neal var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Giannis Antetokounmpo er enn bara 25 ára gamall og í vetur er hann með 31,7 stig, 12,8 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 1,2 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 56 prósent skota sinna. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Giannis Antetokounmpo hefur fylgt því eftir að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra með því að leiða Milwaukee Bucks til sigurs í 25 af fyrstu 29 leikjum sínum í ár. Það gæti orðið erfitt að finna einhvern sem ætti frekar að vera kosinn mikilvægastur á þessu tímabili. Milwaukee Bucks vann Los Angeles Lakers í toppslag í nótt og þar komst Giannis Antetokounmpo í fámennan hóp með Shaquille O'Neal. Þeir tveir eru nefnilega þeir einu í NBA frá 1976-77 tímabilinu sem hafa náð þrettán leikjum röð með 25 stig eða meira jafnframt því að hitta úr meira en helmingi skota sinna. Giannis Antetokounmpo has scored 25+ PTS on 50% shooting or better in 13 straight games. The only other player to accomplish this since the start of the 1976-77 season was Shaquille O'Neal, who had 13 straight such games from Jan. 7-Feb. 20, 2001. pic.twitter.com/NQtAEUPSGA— NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2019 Shaquille O'Neal náði þessu í þrettán leikjum í röð með Los Angeles Lakers frá 7. janúar til 20. febrúar 2001. Tímabilið 2000-01 var Shaquille O'Neal 28 ára gamall og hann endaði það með 28,7 stig, 12,7 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 2,8 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 57 prósent skota sinna. Shaq var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn eins og árið áður því sá heiður fór til Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers. Los Angeles varð hins vegar NBA-meistari og Shaquille O'Neal var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Giannis Antetokounmpo er enn bara 25 ára gamall og í vetur er hann með 31,7 stig, 12,8 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 1,2 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 56 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira