Fréttaannáll Kryddsíldar 2019 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2019 15:00 Árið 2019 var kannski óvenjulegt að því leyti að í fyrsta sinn síðan 2015 fóru hvorki fram alþingis- né sveitarstjórnakosningar. WOW air fór á hausinn, Samherjamálið skók þjóðina og þrír gegndu embætti dómsmálaráðherra svo fátt eitt sé nefnt. Umhverfismálin og verkalýðsbaráttan voru ofarlega á baugi og Hataraæðið heltók þjóðina en í janúar voru ekki öll kurl komin til grafar í nokkrum hitamálum síðasta árs. Klausturþingmenn mættu óvænt aftur í vinnuna „Ég verð að viðurkenna að það setti mig úr jafnvægi að sjá klaustursmenn sitja hérna í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist en við verðum víst að halda áfram,” sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, þegar þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason mættu óvænt aftur til starfa á Alþingi en þeir höfðu farið í ótímabundið leyfi í framhaldi af Klaustursmálinu svokallaða. Lilju Alfreðsdóttur var sömuleiðis brugðið en mörgum er ef til vill minnisstætt þegar hún gekk að Gunnari Braga og hvíslaði einhverju í eyra hans þennan sama dag, áður en hún gekk vasklega út úr þingsalnum. „Það er bara þykkt andrúmsloftið hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera og í rauninni sko þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér,” sagði Inga Sæland við tilefnið. Lilja hvíslar orð í eyra Gunnars Braga. Klausturmálið fór fyrir siðanefnd Alþingis og staðfesti forsætisnefnd þingsins síðar niðurstöðu siðanefndar um að Bergþór og Gunnar Bragi hafi gerst brotlegir við siðarelgur fyrir Alþingismenn. „Þær skammir sem ég tek mest til mín fékk ég frá móður minni fyrir tæpum átta mánuðum síðan,” sagði Bergþór í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 eftir að niðurstaða forsætisnefndar lá fyrir. Hann átti síðar á árinu eftir að taka aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.En Miðflokkurinn varð jafnframt á árinu stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn eftir að tveir utanflokkaþingmenn, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem voru reknir úr Flokki fólksins, gengu til liðs við Miðflokkinn. Dró til tíðinda á flugrekstrarmarkaði „Staðan er bara nokkuð góð eftir fréttir dagsins,” sagði Skúli Mogensen þann 26. mars þegar fyrirtækið barðist í bökkum og reynt var að tryggja fjármagn til að halda rekstrinum áfram gangandi. Spurður hvort hann hafi alltaf verið viss um að dæmið myndi ganga upp svaraði Skúli því til að hann væri bjartsýnn maður að eðlisfari. Innan við tveimur sólarhringum síðar var félagið farið í þrot og starfsemi hætt að fullu. Um ellefu hundruð manns misstu vinnuna. Eitt flugfélag kvaddi en ný voru kynnt til sögunnar. Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hélt blaðamannafund þar sem hún kynnti áform sín um að stofna nýtt flugfélag undir merkjum WOW air. Michele Ballarin er stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC. Hún hyggst endurreisa flugfélagið Wow air.Vísir/Baldur Miðasala átti að fara af stað strax í vikunni eftir blaðamannafundinn en það hefur ekki gengið eftir. Ekki frekar en áform flugfélagsins Play sem einnig ætlaði að hefja miðasölu á þessu ári. Hvorugt fyrirtækjanna virðist þó af baki dottið þótt tímasetningar hafi enn sem komið er ekki gengið eftir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það takist á nýju ári. Þá hefur kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna haft mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vélunum var flogið til vetrargeymslu á meginlandi Evrópu í haust og enn liggur ekki endanlega fyrir hvort eða hvenær þær verða teknar í notkun á nýjan leik. Verkföll og lífskjarasamningar Mikil ólga ríkti á vinnumarkaði og stærstu verkalýðsfélögin boðuðu til verkfalla. Verkfallsaðgerðirnar beindust einna helst að ferðaþjónustunni og náðu til að mynda til hótelstarfsfólks og rútubílstjóra. Fram fóru kröfugöngur og mótmælafundir. Verkfallsverðir mættu misjöfnu viðmóti í eftirlitsferðum sínum og var tilkynnt um nokkur verkfallsbrot. Fundað var stíft í karphúsinu en að lokum tókst að landa samningum. Lífskjarasamningunum svokölluðu sem náðu til meginþorra launafólks á hinum almenna vinnumarkaði á Íslandi. „Við komumst ekki lengra,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali í ráðherrabústaðnum þar sem lífskjarasamningurinn var kynntur á blaðamannafundi afar seint að kvöldi. Sólveig Anna og Katrín Jakobsdóttir faðmast eftir að lífskjarasamningar voru undirritaðir.Vísir/Vilhelm En það voru engar vöfflur þegar skrifað var undir í húsakynnum ríkissáttasemjara líkt og hefð hafði skapast fyrir. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sögðu í viðtali að tímarnir væru breyttir. Fólk væri iðulega orðið þreytt og vildi helst komast heim til sín eftir langar fundalotur frekar en að snæða vöfflur. Enn eru þónokkrar stéttir samningslausar og þá var óvenju mikið um hópuppsagnir á árinu og atvinnuleysi ekki verið meira í nokkur ár. Annars má ætla að stemningin hafi verið bara nokkuð góð á flestum vinnustöðum, nema kannski á Reykjalundi, þar sem ríkti mikil óánægja og vantrausti var lýst í garð stjórnenda. Þriðji orkupakkinn Á Alþingi var eitt mál rætt meira en önnur. Þriðji orkupakkinn ásamt þremur málum sem tengjast innleiðingu hans. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi í umræðu um þriðja orkupakkann í vor og voru þá nær einir á mælendaskrá og veittu þeir hver öðrum andsvar. „Margar af ræðum félaga minna hafa verið mjög upplýsandi svoleiðis að ég hef aldrei verið eins vel inni í málinu eins og akkúrat núna,” sagði Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins í viðtali þegar umræðan stóð hvað hæst á vorþingi. Umræðurnar héldu áfram inn í sumarið eða þar til tókst að semja um að ljúka umræðunni á sérstökum „þingstubbi” í lok ágúst, áður en haustþing kæmi saman. Orkupakkinn var það mál sem fékk mesta umræðu en hann alls ræddur í 138 klukkustundir á vorþingi. Er þá ótalinn sá tími sem fór í málið á þingstubbnum svokallaða. Orkupakkinn var að lokum samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13. „Þetta eru landráð og þið skulið muna það að þið hafið framið glæp,” kallaði mótmælandi af þingpöllum þegar atkvæðagreiðslunni lauk. „Við búum okkur náttúrlega undir andspyrnu gagnvart fjórða orkupakkanum,” sagði Sigmundur Davíð í viðtali eftir að niðurstaðan lá fyrir. En orkupakkinn var aldeilis ekki eina málið sem afgreitt var á Alþingi. Nefna má frumvarp um þungunarrof, um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála, lengingu fæðingarorlofs og um breytingar á skattkerfinu svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Afsögn dómsmálaráðherra og fækkun í stjórnarliðinu En það varð meira drama í pólitíkinni. Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum. Andrés sagði samskiptin í þingflokknum hafa verið stirð á köflum og spurður hvort honum hafi liðið illa í stjórnarsamstarfinu allan tímann sagði Andrés að honum hafi liðið misvel. „Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar,” sagði Andrés sem nú er þingmaður utan flokka. Þá urðu hrókeringar í dómsmálaráðuneytinu eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í mars að íslenska ríkið hafi brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu við skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt.Vísir/Vilhelm „Í því ljósi hef ég ákveðið að stíga til hliðar til að skapa vinnufrið næstu vikurnar,” sagði Sigríður Andersen sem boðaði til blaðamannafundar eftir að hafa sætt miklum þrýstingi um að segja af sér vegna Landsréttarmálsins. Skömmu síðar tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tæki tímabundið við embætti dómsmálaráðherra. Á meðan gegndi hún áfram embætti ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. En Þórdís hélt ekki lengi á lyklunum að dómsmálaráðuneytinu og tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við embættinu. Ólga innan lögreglunnar Eitt fyrsta mál á dagskrá nýs dómsmálaráðherra var að reyna að leysa löggudrama. Átta af níu lögreglustjórum um landið lýstu yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en í aðdragandanum hafði verið mikil undirliggjandi ólga innan lögreglunnar. Umdeilt viðtal Haraldar við Morgunblaðið virtist vera dropinn sem fyllti mælinn. Haraldur Johannessen átti fund með Áslaug Örnu skömmu eftir að hún tók við embætti en orðið starfslok bar ekki á góma á þeim fundi að sögn Haraldar að fundinum loknum. Dómsmálaráðherra setti af stað vinnu í ráðuneytinu til að bregðast við, með það að markmiði að gera skipulagsbreytingar á lögreglunni. Nokkru síðar boðaði Áslaug Arna til blaðamannafundar í ráðherrabústaðnum þar sem hún tilkynnti um það að gerður hafi verið starfslokasamningur við Harald og að embættið yrði auglýst laust til umsóknar. Sérstöku lögregluráði var komið á fót en taka á lengri tíma til þess að útfæra frekari skipulagsbreytingar sem meðal annars kunna að fela í sér sameiningu lögregluembætta. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætir á fund Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Við Haraldur erum sammála um að nú sé rétti tíminn til að hleypa nýju fólki að og hef ég samið við hann um starfslok,” sagði Áslaug Arna. En starfslokasamningurinn hefur sætt töluverðri gagnrýni en Haraldur verður til að mynda á fullum launum í átján mánuði samkvæmt samningnum. Fleiri hitamál komu til kasta dómsmálaráðherra og má þar meðal annars nefna ákvörðun FATF hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. Samherji og mútugreiðslur í Namibíu Mál Seðlabankans og Samherja komst aftur í hámæli á árinu. „Ég kalla þetta bara orðið harðsvírað glæpagengi sem ég er búinn að eiga þarna við í Seðlabankanum,” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að loknum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem rannsóknaraðferðir Seðlabankans á Samherja var til umfjöllunar. Rannsóknin hafði þá lengi sætt gagnrýni, meðal annars vegna þess að fréttastofa Rúv hafði fyrirfram vitneskju um húsleit sem fór fram á skrifstofum Samherja fyrir nokkrum árum. Til hvassra orðaskipta kom svo á göngum nefndarsviðs Alþingis þegar Baldvin Már Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sagði Má Guðmundssyni, þáverndi seðlabankastjóra, að „hafa smá sómakennd og drulla sér í burtu.” Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Nokkrum mánuðum síðar var Samherji aftur í eldlínunni eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar sem byggir á gögnum sem benda til þess að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Málið leiddi til afsagna ráðherra í Namibíu - og fyrir rest, afsagnar Þorsteins Más, forstjóra Samherja einnig. Spillingalögregla Namibíu er með þessar meintu mútugreiðslur til skoðunar og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hefur stöðu uppljóstrara þar í landi. Þá er málið jafnframt til rannsóknar hjá íslenskum og norskum yfirvöldum auk þess sem Samherji lætur framkvæma innri rannsókn. Mótmæli brutust út í Namibíu en íslenskir mótmælendur kröfðust frekari afsagna og vildu að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segði af sér í ljósi tengsla hans við fyrirtækið og forsvarsmenn þess. Leyniskyttur og regnbogafánar Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir erlendir þjóðarleiðtogar sótt landið heim en í ár. Það var létt stemning þegar norrænir leiðtogar og þýskalandskanslari sóttu landið heim en einna mesta athygli vakti heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Flugvél varaforseta Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan eitt þann 4. september en hann var farinn aftur af landi brott um kvöldið sama dag. Öryggisgæslan var gríðarleg hvar sem varaforsetinn hafði viðkomu. Leyniskyttur standa vaktina á þaki Arion banka við öllu búnar.Vísir/Vilhelm Vöktu leyniskyttur bandarísku leyniþjónustunnar á húsþökum umhverfis Höfða mikla athygli og mótmælendur létu jafnframt í sér heyra. Regnbogafánum var til að mynda flaggað við fyrirtæki og byggingar umhverfis Höfða. Áfangar í samgönguuppbyggingu Að vanda gekk á ýmsu í borgarpólitíkinni en þar er af mörgu að taka. Þar ber ef til vill fyrst að nefna sáttmála um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem gerður var milli sveitarfélaga og ríkisins. Stærstu tíðindin í honum eru eflaust þau að með honum er svokölluð borgarlína tryggð. Það náðust ýmsir áfangar í samgönguuppbyggingu þótt annað sitji enn á hakanum. Slegið var í gegn í Dýrafjarðargöngum, Vaðlaheiðargöng voru vígð með formlegri athöfn og síðasti spölur hringvegarins var malbikaður en hringnum var lokað með opnun nýrrar brúar um Berufjörð. En umferðin tók sinn toll á árinu. Alls létust sex í umferðarslysum á árinu, og flugslys voru óvenju mörg enn alls létust fjórir í þeim slysum. Sprengilægðin Eitt allvesta veður sem sést hefur í mörg ár gekk yfir landið með miklum hamagangi í desember. Rafmagnsleysi olli því að kalt var í húsum, starfsemi fyrirtækja lagst niður og bændur lentu í miklum vanda, einkum á norðanverðu landinu. Tjónið var mikið og ljóst að mikið verk er fyrir höndum, til að mynda hvað snertir uppbyggingu dreifi- og flutningskerfis raforku. Björgunarsveitarfólk við leit í Núpá í desember.Landsbjörg Í fyrsta sinn var þjóðaröryggisráð kallað sérstaklega saman vegna einhvers konar uppákomu eða áfalls í samfélaginu. Þá fengu viðbragðsaðilar boð um að alvarlegt slys hafi átt sér stað í Sölvadal í Eyjafjarðarsveit sem reyndist vera banaslys. Hatrið mun sigra og lúsmýið einnig Hljómsveitin Hatari kom sá og sigraði í Söngvakeppninni og var fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fór í Tel Aviv þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. Sannkallað Hatara-æði greip um sig sem endurspeglaðist meðal annars í grímubúningum barna á öskudaginn. Þjóðin stóð svo á öndinni þegar liðsmenn sveitarinnar dróu fram fána Palestínu í beinni útsendingunni í stigagjöfinni á úrslitakvöldinu. En sumarið var eitt það besta síðastliðin ár með tilliti til fjölda sólarstunda og voru met slegin í þeim efnum. Blíðan lék við borgarbúa á meðan annað var uppi á teningnum norðan og austanlands þar sem ringdi lengi vel. Þurrkar sunnan til gerðu bændum erfitt fyrir með heyskap og lýsti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum í Skorradal. Aftur mætti lúsmýið og lét fyrir sér finna við litla kátínu landans. Útbitnir Íslendingar flykktust í apótekin þar sem krem og ýmsar varnir gegn lúsmýinu seldust upp. Veðráttan í sumar var eðlilega sett í samhengi við loftslagsbreytingar. Unga fólkið á Íslandi lét sitt ekki eftir liggja við að vekja athygli á þeirri vá sem vofir yfir og hafa skólakrakkar komið saman á hverjum föstudegi á Austurvelli og „skrópað fyrir loftslagið.” Hvað nýtt ár ber í skauti sér á eftir að koma í ljós en ljóst er þó að loftslagsváin er meðal þeirra mála sem mun fylgja okkur inn í nýtt ár Áramót Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Árið 2019 var kannski óvenjulegt að því leyti að í fyrsta sinn síðan 2015 fóru hvorki fram alþingis- né sveitarstjórnakosningar. WOW air fór á hausinn, Samherjamálið skók þjóðina og þrír gegndu embætti dómsmálaráðherra svo fátt eitt sé nefnt. Umhverfismálin og verkalýðsbaráttan voru ofarlega á baugi og Hataraæðið heltók þjóðina en í janúar voru ekki öll kurl komin til grafar í nokkrum hitamálum síðasta árs. Klausturþingmenn mættu óvænt aftur í vinnuna „Ég verð að viðurkenna að það setti mig úr jafnvægi að sjá klaustursmenn sitja hérna í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist en við verðum víst að halda áfram,” sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, þegar þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason mættu óvænt aftur til starfa á Alþingi en þeir höfðu farið í ótímabundið leyfi í framhaldi af Klaustursmálinu svokallaða. Lilju Alfreðsdóttur var sömuleiðis brugðið en mörgum er ef til vill minnisstætt þegar hún gekk að Gunnari Braga og hvíslaði einhverju í eyra hans þennan sama dag, áður en hún gekk vasklega út úr þingsalnum. „Það er bara þykkt andrúmsloftið hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera og í rauninni sko þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér,” sagði Inga Sæland við tilefnið. Lilja hvíslar orð í eyra Gunnars Braga. Klausturmálið fór fyrir siðanefnd Alþingis og staðfesti forsætisnefnd þingsins síðar niðurstöðu siðanefndar um að Bergþór og Gunnar Bragi hafi gerst brotlegir við siðarelgur fyrir Alþingismenn. „Þær skammir sem ég tek mest til mín fékk ég frá móður minni fyrir tæpum átta mánuðum síðan,” sagði Bergþór í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 eftir að niðurstaða forsætisnefndar lá fyrir. Hann átti síðar á árinu eftir að taka aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.En Miðflokkurinn varð jafnframt á árinu stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn eftir að tveir utanflokkaþingmenn, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem voru reknir úr Flokki fólksins, gengu til liðs við Miðflokkinn. Dró til tíðinda á flugrekstrarmarkaði „Staðan er bara nokkuð góð eftir fréttir dagsins,” sagði Skúli Mogensen þann 26. mars þegar fyrirtækið barðist í bökkum og reynt var að tryggja fjármagn til að halda rekstrinum áfram gangandi. Spurður hvort hann hafi alltaf verið viss um að dæmið myndi ganga upp svaraði Skúli því til að hann væri bjartsýnn maður að eðlisfari. Innan við tveimur sólarhringum síðar var félagið farið í þrot og starfsemi hætt að fullu. Um ellefu hundruð manns misstu vinnuna. Eitt flugfélag kvaddi en ný voru kynnt til sögunnar. Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hélt blaðamannafund þar sem hún kynnti áform sín um að stofna nýtt flugfélag undir merkjum WOW air. Michele Ballarin er stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC. Hún hyggst endurreisa flugfélagið Wow air.Vísir/Baldur Miðasala átti að fara af stað strax í vikunni eftir blaðamannafundinn en það hefur ekki gengið eftir. Ekki frekar en áform flugfélagsins Play sem einnig ætlaði að hefja miðasölu á þessu ári. Hvorugt fyrirtækjanna virðist þó af baki dottið þótt tímasetningar hafi enn sem komið er ekki gengið eftir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það takist á nýju ári. Þá hefur kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna haft mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vélunum var flogið til vetrargeymslu á meginlandi Evrópu í haust og enn liggur ekki endanlega fyrir hvort eða hvenær þær verða teknar í notkun á nýjan leik. Verkföll og lífskjarasamningar Mikil ólga ríkti á vinnumarkaði og stærstu verkalýðsfélögin boðuðu til verkfalla. Verkfallsaðgerðirnar beindust einna helst að ferðaþjónustunni og náðu til að mynda til hótelstarfsfólks og rútubílstjóra. Fram fóru kröfugöngur og mótmælafundir. Verkfallsverðir mættu misjöfnu viðmóti í eftirlitsferðum sínum og var tilkynnt um nokkur verkfallsbrot. Fundað var stíft í karphúsinu en að lokum tókst að landa samningum. Lífskjarasamningunum svokölluðu sem náðu til meginþorra launafólks á hinum almenna vinnumarkaði á Íslandi. „Við komumst ekki lengra,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali í ráðherrabústaðnum þar sem lífskjarasamningurinn var kynntur á blaðamannafundi afar seint að kvöldi. Sólveig Anna og Katrín Jakobsdóttir faðmast eftir að lífskjarasamningar voru undirritaðir.Vísir/Vilhelm En það voru engar vöfflur þegar skrifað var undir í húsakynnum ríkissáttasemjara líkt og hefð hafði skapast fyrir. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sögðu í viðtali að tímarnir væru breyttir. Fólk væri iðulega orðið þreytt og vildi helst komast heim til sín eftir langar fundalotur frekar en að snæða vöfflur. Enn eru þónokkrar stéttir samningslausar og þá var óvenju mikið um hópuppsagnir á árinu og atvinnuleysi ekki verið meira í nokkur ár. Annars má ætla að stemningin hafi verið bara nokkuð góð á flestum vinnustöðum, nema kannski á Reykjalundi, þar sem ríkti mikil óánægja og vantrausti var lýst í garð stjórnenda. Þriðji orkupakkinn Á Alþingi var eitt mál rætt meira en önnur. Þriðji orkupakkinn ásamt þremur málum sem tengjast innleiðingu hans. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi í umræðu um þriðja orkupakkann í vor og voru þá nær einir á mælendaskrá og veittu þeir hver öðrum andsvar. „Margar af ræðum félaga minna hafa verið mjög upplýsandi svoleiðis að ég hef aldrei verið eins vel inni í málinu eins og akkúrat núna,” sagði Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins í viðtali þegar umræðan stóð hvað hæst á vorþingi. Umræðurnar héldu áfram inn í sumarið eða þar til tókst að semja um að ljúka umræðunni á sérstökum „þingstubbi” í lok ágúst, áður en haustþing kæmi saman. Orkupakkinn var það mál sem fékk mesta umræðu en hann alls ræddur í 138 klukkustundir á vorþingi. Er þá ótalinn sá tími sem fór í málið á þingstubbnum svokallaða. Orkupakkinn var að lokum samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13. „Þetta eru landráð og þið skulið muna það að þið hafið framið glæp,” kallaði mótmælandi af þingpöllum þegar atkvæðagreiðslunni lauk. „Við búum okkur náttúrlega undir andspyrnu gagnvart fjórða orkupakkanum,” sagði Sigmundur Davíð í viðtali eftir að niðurstaðan lá fyrir. En orkupakkinn var aldeilis ekki eina málið sem afgreitt var á Alþingi. Nefna má frumvarp um þungunarrof, um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála, lengingu fæðingarorlofs og um breytingar á skattkerfinu svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Afsögn dómsmálaráðherra og fækkun í stjórnarliðinu En það varð meira drama í pólitíkinni. Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum. Andrés sagði samskiptin í þingflokknum hafa verið stirð á köflum og spurður hvort honum hafi liðið illa í stjórnarsamstarfinu allan tímann sagði Andrés að honum hafi liðið misvel. „Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar,” sagði Andrés sem nú er þingmaður utan flokka. Þá urðu hrókeringar í dómsmálaráðuneytinu eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í mars að íslenska ríkið hafi brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu við skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt.Vísir/Vilhelm „Í því ljósi hef ég ákveðið að stíga til hliðar til að skapa vinnufrið næstu vikurnar,” sagði Sigríður Andersen sem boðaði til blaðamannafundar eftir að hafa sætt miklum þrýstingi um að segja af sér vegna Landsréttarmálsins. Skömmu síðar tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tæki tímabundið við embætti dómsmálaráðherra. Á meðan gegndi hún áfram embætti ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. En Þórdís hélt ekki lengi á lyklunum að dómsmálaráðuneytinu og tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við embættinu. Ólga innan lögreglunnar Eitt fyrsta mál á dagskrá nýs dómsmálaráðherra var að reyna að leysa löggudrama. Átta af níu lögreglustjórum um landið lýstu yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en í aðdragandanum hafði verið mikil undirliggjandi ólga innan lögreglunnar. Umdeilt viðtal Haraldar við Morgunblaðið virtist vera dropinn sem fyllti mælinn. Haraldur Johannessen átti fund með Áslaug Örnu skömmu eftir að hún tók við embætti en orðið starfslok bar ekki á góma á þeim fundi að sögn Haraldar að fundinum loknum. Dómsmálaráðherra setti af stað vinnu í ráðuneytinu til að bregðast við, með það að markmiði að gera skipulagsbreytingar á lögreglunni. Nokkru síðar boðaði Áslaug Arna til blaðamannafundar í ráðherrabústaðnum þar sem hún tilkynnti um það að gerður hafi verið starfslokasamningur við Harald og að embættið yrði auglýst laust til umsóknar. Sérstöku lögregluráði var komið á fót en taka á lengri tíma til þess að útfæra frekari skipulagsbreytingar sem meðal annars kunna að fela í sér sameiningu lögregluembætta. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætir á fund Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Við Haraldur erum sammála um að nú sé rétti tíminn til að hleypa nýju fólki að og hef ég samið við hann um starfslok,” sagði Áslaug Arna. En starfslokasamningurinn hefur sætt töluverðri gagnrýni en Haraldur verður til að mynda á fullum launum í átján mánuði samkvæmt samningnum. Fleiri hitamál komu til kasta dómsmálaráðherra og má þar meðal annars nefna ákvörðun FATF hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. Samherji og mútugreiðslur í Namibíu Mál Seðlabankans og Samherja komst aftur í hámæli á árinu. „Ég kalla þetta bara orðið harðsvírað glæpagengi sem ég er búinn að eiga þarna við í Seðlabankanum,” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að loknum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem rannsóknaraðferðir Seðlabankans á Samherja var til umfjöllunar. Rannsóknin hafði þá lengi sætt gagnrýni, meðal annars vegna þess að fréttastofa Rúv hafði fyrirfram vitneskju um húsleit sem fór fram á skrifstofum Samherja fyrir nokkrum árum. Til hvassra orðaskipta kom svo á göngum nefndarsviðs Alþingis þegar Baldvin Már Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sagði Má Guðmundssyni, þáverndi seðlabankastjóra, að „hafa smá sómakennd og drulla sér í burtu.” Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Nokkrum mánuðum síðar var Samherji aftur í eldlínunni eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar sem byggir á gögnum sem benda til þess að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Málið leiddi til afsagna ráðherra í Namibíu - og fyrir rest, afsagnar Þorsteins Más, forstjóra Samherja einnig. Spillingalögregla Namibíu er með þessar meintu mútugreiðslur til skoðunar og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hefur stöðu uppljóstrara þar í landi. Þá er málið jafnframt til rannsóknar hjá íslenskum og norskum yfirvöldum auk þess sem Samherji lætur framkvæma innri rannsókn. Mótmæli brutust út í Namibíu en íslenskir mótmælendur kröfðust frekari afsagna og vildu að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segði af sér í ljósi tengsla hans við fyrirtækið og forsvarsmenn þess. Leyniskyttur og regnbogafánar Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir erlendir þjóðarleiðtogar sótt landið heim en í ár. Það var létt stemning þegar norrænir leiðtogar og þýskalandskanslari sóttu landið heim en einna mesta athygli vakti heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Flugvél varaforseta Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan eitt þann 4. september en hann var farinn aftur af landi brott um kvöldið sama dag. Öryggisgæslan var gríðarleg hvar sem varaforsetinn hafði viðkomu. Leyniskyttur standa vaktina á þaki Arion banka við öllu búnar.Vísir/Vilhelm Vöktu leyniskyttur bandarísku leyniþjónustunnar á húsþökum umhverfis Höfða mikla athygli og mótmælendur létu jafnframt í sér heyra. Regnbogafánum var til að mynda flaggað við fyrirtæki og byggingar umhverfis Höfða. Áfangar í samgönguuppbyggingu Að vanda gekk á ýmsu í borgarpólitíkinni en þar er af mörgu að taka. Þar ber ef til vill fyrst að nefna sáttmála um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem gerður var milli sveitarfélaga og ríkisins. Stærstu tíðindin í honum eru eflaust þau að með honum er svokölluð borgarlína tryggð. Það náðust ýmsir áfangar í samgönguuppbyggingu þótt annað sitji enn á hakanum. Slegið var í gegn í Dýrafjarðargöngum, Vaðlaheiðargöng voru vígð með formlegri athöfn og síðasti spölur hringvegarins var malbikaður en hringnum var lokað með opnun nýrrar brúar um Berufjörð. En umferðin tók sinn toll á árinu. Alls létust sex í umferðarslysum á árinu, og flugslys voru óvenju mörg enn alls létust fjórir í þeim slysum. Sprengilægðin Eitt allvesta veður sem sést hefur í mörg ár gekk yfir landið með miklum hamagangi í desember. Rafmagnsleysi olli því að kalt var í húsum, starfsemi fyrirtækja lagst niður og bændur lentu í miklum vanda, einkum á norðanverðu landinu. Tjónið var mikið og ljóst að mikið verk er fyrir höndum, til að mynda hvað snertir uppbyggingu dreifi- og flutningskerfis raforku. Björgunarsveitarfólk við leit í Núpá í desember.Landsbjörg Í fyrsta sinn var þjóðaröryggisráð kallað sérstaklega saman vegna einhvers konar uppákomu eða áfalls í samfélaginu. Þá fengu viðbragðsaðilar boð um að alvarlegt slys hafi átt sér stað í Sölvadal í Eyjafjarðarsveit sem reyndist vera banaslys. Hatrið mun sigra og lúsmýið einnig Hljómsveitin Hatari kom sá og sigraði í Söngvakeppninni og var fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fór í Tel Aviv þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. Sannkallað Hatara-æði greip um sig sem endurspeglaðist meðal annars í grímubúningum barna á öskudaginn. Þjóðin stóð svo á öndinni þegar liðsmenn sveitarinnar dróu fram fána Palestínu í beinni útsendingunni í stigagjöfinni á úrslitakvöldinu. En sumarið var eitt það besta síðastliðin ár með tilliti til fjölda sólarstunda og voru met slegin í þeim efnum. Blíðan lék við borgarbúa á meðan annað var uppi á teningnum norðan og austanlands þar sem ringdi lengi vel. Þurrkar sunnan til gerðu bændum erfitt fyrir með heyskap og lýsti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum í Skorradal. Aftur mætti lúsmýið og lét fyrir sér finna við litla kátínu landans. Útbitnir Íslendingar flykktust í apótekin þar sem krem og ýmsar varnir gegn lúsmýinu seldust upp. Veðráttan í sumar var eðlilega sett í samhengi við loftslagsbreytingar. Unga fólkið á Íslandi lét sitt ekki eftir liggja við að vekja athygli á þeirri vá sem vofir yfir og hafa skólakrakkar komið saman á hverjum föstudegi á Austurvelli og „skrópað fyrir loftslagið.” Hvað nýtt ár ber í skauti sér á eftir að koma í ljós en ljóst er þó að loftslagsváin er meðal þeirra mála sem mun fylgja okkur inn í nýtt ár
Áramót Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent