Honda e forsýning Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2019 07:00 Honda e verður forsýndur í Honda sal Öskju fyrsta laugardag á nýju ári. Vísir/Honda Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. Það verður mikið um dýrðir á Fosshálsinum 4. janúar því ofursportbíllinn Honda NSX verður einnig til sýnis á sýningunni. Honda e verður nýjasta viðbótin í úrval rafbíla á Íslandi. Honda e er 154 hestafla rafbíll og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e einstaklega lipur bíll og beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar. Handfrjáls bílastæða aðstoð Honda gerir mögulegt að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði. „Honda e er tæknivæddur og snjall bíll. Hægt er að eiga samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins,“ segir í tilkynningu frá Öskju. „Það verður vatn á myllu bílaáhugafólks að koma í Honda salinn 4. janúar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði ofursportbíll NSX frumsýndur,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Öskju. Honda NSX verður einnig til sýnis næsta laugardag að Fosshálsi 1.Vísir/Honda NSX er tengiltvinnbíll með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum. Þetta er gríðarlega aflmikill sportbíll. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 573 hestöflum og hann er aðeins 3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraðinn er 319 km/klst. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyrirtækið tók við umboðinu í nóvember síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bílaframleiðandinn sem Askja hefur umboð fyrir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia. Bílar Tengdar fréttir Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00 Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. Það verður mikið um dýrðir á Fosshálsinum 4. janúar því ofursportbíllinn Honda NSX verður einnig til sýnis á sýningunni. Honda e verður nýjasta viðbótin í úrval rafbíla á Íslandi. Honda e er 154 hestafla rafbíll og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e einstaklega lipur bíll og beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar. Handfrjáls bílastæða aðstoð Honda gerir mögulegt að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði. „Honda e er tæknivæddur og snjall bíll. Hægt er að eiga samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins,“ segir í tilkynningu frá Öskju. „Það verður vatn á myllu bílaáhugafólks að koma í Honda salinn 4. janúar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði ofursportbíll NSX frumsýndur,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Öskju. Honda NSX verður einnig til sýnis næsta laugardag að Fosshálsi 1.Vísir/Honda NSX er tengiltvinnbíll með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum. Þetta er gríðarlega aflmikill sportbíll. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 573 hestöflum og hann er aðeins 3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraðinn er 319 km/klst. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyrirtækið tók við umboðinu í nóvember síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bílaframleiðandinn sem Askja hefur umboð fyrir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia.
Bílar Tengdar fréttir Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00 Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00
Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00