Enski boltinn

United dró sig út úr bar­áttunni um Håland vegna klá­súlu sem inni­hélt Raiola og pabbann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raiola, Håland yngri og Håland eldri.
Raiola, Håland yngri og Håland eldri. vísir/getty

Dortmund klófesti Erling Braut Håland í gær en talið er að þýska félagið hafi borgað átján milljónir punda fyrir norska framherjann.

Mörg stórlið Evrópu börðust um norska framherjann en lengi vel var talið að hann myndi ganga í raðir Manchester United og endurnýja kynni sín við Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær var stjóri Håland hjá Molde áður en leiðir skildu; Håland fór til Red Bull Salzburg og Solskjær tók við United. Fyrst sem bráðabirgðarstjóri og síðan var hann ráðinn.

United er talið hafa dregið sig út úr kapphlaupinu vegna klásúlu sem forsvarsmenn Håland vildu í samninginn. Klásúlan er talin sú að Mino Raiola, umboðsmaður Håland, og faðir hans, Alf Inge Håland, fái prósentu af næstu sölu.







Forsvarsmenn United voru ekki reiðubúnir í að skrifa undir þennan samning að sögn enskra miðla í morgun og drógu sig þar af leiðandi út úr kapphlaupinu.

Vistaskiptin eru þó talin vonbrigði fyrir United en Solskjær flaug til Salzburg fyrr í mánuðinum til að ræða við framherjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×