Jól

Kertasníkir kom til byggða í nótt

Grýla skrifar
Kertasníkir elti litlu börnin með kertin.
Kertasníkir elti litlu börnin með kertin. Halldór

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum þótti góð tólgarkerti og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.

Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

  • Þrettándi var Kertasníkir,
  • - þá var tíðin köld,
  • ef ekki kom hann síðastur
  • á aðfangadagskvöld.


  • Hann elti litlu börnin
  • sem brostu, glöð og fín,
  • og trítluðu um bæinn
  • með tólgarkertin sín.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.

Hér fyrir neðan syngur Kertasníkir lagið Heims um ból í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×