Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 16:51 Fulltrúar talibana féllust í faðma eftir að þeir skrifuðu undir samkomulag um brotthvarf erlends herliðs við Bandaríkjastjórn í Doha í Katar á laugardag. Vísir/EPA Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58
Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04