Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga vel yfir 300 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 08:59 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson munu láta af störfum hjá Högum á næstunni. Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins. Verslun Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins.
Verslun Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira