Persónuvernd fengið ábendingu um viðbrögð Bjössa í World Class Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. maí 2020 11:14 Hér má sjá skjáskot af umræðunni í athugasemdakerfi Vísis á mánudag. Björn Leifsson, eigandi World Class, greip til þess ráðs að svara greiðanda áskriftar hjá World Class opinberlega í vikunni. Viðbrögð Björns vöktu athygli og spurningar um mögulegt brot á persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur borist ábending um málið en ekki formleg kvörtun að því er segir í svari Helgu Þórisdóttur, forstjóra stofnunarinnar, við fyrirspurn Vísis. Stofnunin hafi ekki kannað umrætt tilvik en berist henni kvörtun frá einhverjum þeim einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Björn lýsti yfir mikilli óánægju sinni á mánudag með þá hugmynd sóttvarnalæknis að opna sundlaugar þann 18. maí en líkamsræktarstöðvar síðar. Björn sagðist hundfúll í viðtali við Reykjavík síðdegis. Fyrirtæki hans tapaði 75 milljónum á hverri viku og hann sæi ekki hvers vegna fólk ætti að geta sótt sundlaugar en ekki líkamsrækt. Taldi hann pólitík á bak við ákvörðun sóttvarnalæknis. Einhver sem vildi komast í sund væri að hafa áhrif bak við tjöldin. Töluverðar umræður sköpuðust við frétt Vísis á mánudag upp úr viðtali við Björn Leifsson í Reykjavík síðdegis. „Þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt“ Viðtalið vakti mikla athygli og varð tilefni fréttar á Vísi og víðar. Í athugasemdakerfinu við frétt Vísis spunnust miklar umræður þar sem sumir voru sammála Birni á meðan aðrir gerðu athugasemdir við stöðuna á áskriftum sínum hjá fyrirtækinu nú þegar lokað væri fyrir aðgang. Einn lesandi Vísis, kona, spurði í athugasemdakerfinu: „Hverju þykist hann vera að tapa? Enn er rifið út af minum reikn fyrir þjónustu sem WC er ekki að veita.“ Björn svaraði að bragði og sagði við konuna: „þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt.“ Konan svaraði að bragði að það væru tvö kort skráð á hennar debetkort, annars vegar fyrir son hennar og hins vegar dóttur. Björn svaraði því þá til að konan ætti þriggja mánaða staðgreitt kort sem yrði framlengt um þann tíma sem líkamsræktarstöðvar World Class eru lokaðar. Persónuvernd hefur borist ábending um ummæli Björns en ekki formleg kvörtun. Hvatti konuna til að kæra uppflettinguna til Persónuverndar Konan og Björn skiptust síðan á nokkrum athugasemdum til viðbótar þar til einn lesandi benti konunni á að kæra uppflettinguna á viðskiptum konunnar við World Class til Persónuverndar. Þá spurði hann Björn hvers vegna hann væri að fletta upp viðskiptasögu kúnnans óumbeðinn og birta opinberlega. Slíkt væri með öllu ólöglegt. Á Twitter skapaðist einnig umræða varðandi það hvort athugasemdir Björns væru ekki brot á persónuverndarlögum. Það liggur alveg fyrir að þetta stenst ekki GDPR.— Sigurður O. (@SiggiOrr) May 4, 2020 Vísir beindi fyrirspurn til Persónuverndar vegna málsins þar sem spurt var hvort að það væri brot á persónuverndarlögum að fletta manneskju upp í viðskiptakerfi World Class og greina svo frá því á opinberum vettvangi í hvaða viðskiptum viðkomandi á við fyrirtækið. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Þarf að gæta að því að hafa heimild til að birta persónuupplýsingar opinberlega Í svari forstjóra Persónuverndar segir að aðeins sé hægt að svara fyrirspurninni með almennum hætti. Ekki sé hægt að svara til um þetta tiltekna tilvik þar sem stofnunin gæti fengið formlega kvörtun vegna þess. „Nú þegar hefur Persónuvernd borist ábending um þetta mál. Almenna svarið er þetta: Sá sem birtir persónuupplýsingar opinberlega þarf að gæta að því fyrst að hann hafi heimild til birtingarinnar samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um þær heimildir sem koma til greina er að finna á vefsíðu Persónuverndar,“ segir í svari Helgu Þórisdóttur. Þá segir jafnframt að Persónuvernd hafi „ekki kannað það tilvik sem hér um ræðir. Berist stofnuninni kvörtun frá einhverjum þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Persónuvernd hefur einnig heimildir til að fjalla um einstök mál að eigin frumkvæði, en rétt er að taka fram að vegna fordæmalausra anna hjá stofnuninni undanfarin misseri, sem og alvarlegrar undirmönnunar til lengri tíma, hefur Persónuvernd einungis tök á að sinna takmörkuðum hluta þeirra ábendinga sem berast,“ segir í svari forstjóra Persónuverndar. Fram hefur komið í máli Björns að tæplega fimmtíu þúsund manns eru viðskiptavinir World Class hér á landi. Persónuvernd Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, greip til þess ráðs að svara greiðanda áskriftar hjá World Class opinberlega í vikunni. Viðbrögð Björns vöktu athygli og spurningar um mögulegt brot á persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur borist ábending um málið en ekki formleg kvörtun að því er segir í svari Helgu Þórisdóttur, forstjóra stofnunarinnar, við fyrirspurn Vísis. Stofnunin hafi ekki kannað umrætt tilvik en berist henni kvörtun frá einhverjum þeim einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Björn lýsti yfir mikilli óánægju sinni á mánudag með þá hugmynd sóttvarnalæknis að opna sundlaugar þann 18. maí en líkamsræktarstöðvar síðar. Björn sagðist hundfúll í viðtali við Reykjavík síðdegis. Fyrirtæki hans tapaði 75 milljónum á hverri viku og hann sæi ekki hvers vegna fólk ætti að geta sótt sundlaugar en ekki líkamsrækt. Taldi hann pólitík á bak við ákvörðun sóttvarnalæknis. Einhver sem vildi komast í sund væri að hafa áhrif bak við tjöldin. Töluverðar umræður sköpuðust við frétt Vísis á mánudag upp úr viðtali við Björn Leifsson í Reykjavík síðdegis. „Þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt“ Viðtalið vakti mikla athygli og varð tilefni fréttar á Vísi og víðar. Í athugasemdakerfinu við frétt Vísis spunnust miklar umræður þar sem sumir voru sammála Birni á meðan aðrir gerðu athugasemdir við stöðuna á áskriftum sínum hjá fyrirtækinu nú þegar lokað væri fyrir aðgang. Einn lesandi Vísis, kona, spurði í athugasemdakerfinu: „Hverju þykist hann vera að tapa? Enn er rifið út af minum reikn fyrir þjónustu sem WC er ekki að veita.“ Björn svaraði að bragði og sagði við konuna: „þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt.“ Konan svaraði að bragði að það væru tvö kort skráð á hennar debetkort, annars vegar fyrir son hennar og hins vegar dóttur. Björn svaraði því þá til að konan ætti þriggja mánaða staðgreitt kort sem yrði framlengt um þann tíma sem líkamsræktarstöðvar World Class eru lokaðar. Persónuvernd hefur borist ábending um ummæli Björns en ekki formleg kvörtun. Hvatti konuna til að kæra uppflettinguna til Persónuverndar Konan og Björn skiptust síðan á nokkrum athugasemdum til viðbótar þar til einn lesandi benti konunni á að kæra uppflettinguna á viðskiptum konunnar við World Class til Persónuverndar. Þá spurði hann Björn hvers vegna hann væri að fletta upp viðskiptasögu kúnnans óumbeðinn og birta opinberlega. Slíkt væri með öllu ólöglegt. Á Twitter skapaðist einnig umræða varðandi það hvort athugasemdir Björns væru ekki brot á persónuverndarlögum. Það liggur alveg fyrir að þetta stenst ekki GDPR.— Sigurður O. (@SiggiOrr) May 4, 2020 Vísir beindi fyrirspurn til Persónuverndar vegna málsins þar sem spurt var hvort að það væri brot á persónuverndarlögum að fletta manneskju upp í viðskiptakerfi World Class og greina svo frá því á opinberum vettvangi í hvaða viðskiptum viðkomandi á við fyrirtækið. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Þarf að gæta að því að hafa heimild til að birta persónuupplýsingar opinberlega Í svari forstjóra Persónuverndar segir að aðeins sé hægt að svara fyrirspurninni með almennum hætti. Ekki sé hægt að svara til um þetta tiltekna tilvik þar sem stofnunin gæti fengið formlega kvörtun vegna þess. „Nú þegar hefur Persónuvernd borist ábending um þetta mál. Almenna svarið er þetta: Sá sem birtir persónuupplýsingar opinberlega þarf að gæta að því fyrst að hann hafi heimild til birtingarinnar samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um þær heimildir sem koma til greina er að finna á vefsíðu Persónuverndar,“ segir í svari Helgu Þórisdóttur. Þá segir jafnframt að Persónuvernd hafi „ekki kannað það tilvik sem hér um ræðir. Berist stofnuninni kvörtun frá einhverjum þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Persónuvernd hefur einnig heimildir til að fjalla um einstök mál að eigin frumkvæði, en rétt er að taka fram að vegna fordæmalausra anna hjá stofnuninni undanfarin misseri, sem og alvarlegrar undirmönnunar til lengri tíma, hefur Persónuvernd einungis tök á að sinna takmörkuðum hluta þeirra ábendinga sem berast,“ segir í svari forstjóra Persónuverndar. Fram hefur komið í máli Björns að tæplega fimmtíu þúsund manns eru viðskiptavinir World Class hér á landi.
Persónuvernd Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira