Kominn til Ajax og dreymir um að spila í íslenska landsliðinu með bróður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 14:30 Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni í leik með unglingaliði Ajax. Mynd/Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian. Hollenski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian.
Hollenski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira