Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2020 14:58 Margir eiga góðar minningar frá heimsókn sinni á Heimaey í júní til keppni á fótboltamóti. Vísir/Vilhelm Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér. Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41