Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. maí 2020 07:00 Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira