Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. maí 2020 07:00 Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira