Kolbeinn byrjaði að æfa box því hann var of þungur og langaði að hreyfa sig Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 07:31 Kolbeinn segist ekki enn búinn að toppa. vísir/s2s Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga. En af hverju ákveður ungur drengur að fara æfa box? Kolbeinn fékk þessa spurningu í Sportinu og það voru góðar ástæður þar að baki. Hann var að vinna með Skúla Ármannssyni en Skúli var einn reyndasti hnefaleikakappi landsins og var einnig atvinnumaður. „Ég var smá „overweight“ og langaði að hreyfa mig. Ég var að vinna með Skúla Ármanns og hann sagði að ég væri með langar hendur og að ég gæti barið einhvern. Prófaðu að boxa. Þarna var ég sautján að verða átján eða átján að verða nítján,“ sagði Kolbeinn. „Ég hafði verið í fótbolta og handbolta hjá Stjörnunni. Ég var allt í lagi. Svo varð maður unglingur og vildi frekar vera að spila tölvuleiki og borða snakk. Nú er það í lagi en það var ekki þá.“ Hann segir að þyngdin hafi hjálpað honum því kappar í hans þyngdarflokki séu að ná hátindi (e. peak) síðar en þeir sem léttari eru. „Því þyngri sem þú ert því betra er það og þú getur gert eitthvað með það. „Peak“ tíminn hjá þeim er síðar og ég er að detta inn á þann tíma núna. Ég er 32 ára og þá eru þungavigtarmenn að toppa. Því léttari flokk sem þú ert í, því minni tíma hefurðu,“ sagði Kolbeinn. Klippa: Sportið í dag - Kolbeinn um upphafið á boxinu sínu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga. En af hverju ákveður ungur drengur að fara æfa box? Kolbeinn fékk þessa spurningu í Sportinu og það voru góðar ástæður þar að baki. Hann var að vinna með Skúla Ármannssyni en Skúli var einn reyndasti hnefaleikakappi landsins og var einnig atvinnumaður. „Ég var smá „overweight“ og langaði að hreyfa mig. Ég var að vinna með Skúla Ármanns og hann sagði að ég væri með langar hendur og að ég gæti barið einhvern. Prófaðu að boxa. Þarna var ég sautján að verða átján eða átján að verða nítján,“ sagði Kolbeinn. „Ég hafði verið í fótbolta og handbolta hjá Stjörnunni. Ég var allt í lagi. Svo varð maður unglingur og vildi frekar vera að spila tölvuleiki og borða snakk. Nú er það í lagi en það var ekki þá.“ Hann segir að þyngdin hafi hjálpað honum því kappar í hans þyngdarflokki séu að ná hátindi (e. peak) síðar en þeir sem léttari eru. „Því þyngri sem þú ert því betra er það og þú getur gert eitthvað með það. „Peak“ tíminn hjá þeim er síðar og ég er að detta inn á þann tíma núna. Ég er 32 ára og þá eru þungavigtarmenn að toppa. Því léttari flokk sem þú ert í, því minni tíma hefurðu,“ sagði Kolbeinn. Klippa: Sportið í dag - Kolbeinn um upphafið á boxinu sínu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira