Samkomulag um að fresta pólsku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:14 Forsetinn Andrzej Duda og Malgorzata Kidawa-Blonska, frambjóðandi Borgarabandalagsins í sjónvarpskappræðum 6. maí síðastliðinn. EPA Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum. Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum.
Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48