Íslenski boltinn

Stelpurnar byrja á undan strákunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna sigri Vals í Pepsi Max deild kvenna í fyrra.
Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna sigri Vals í Pepsi Max deild kvenna í fyrra. Vísir/Daníel

Pepsi Max deild karla hefur alltaf byrjað á undan Pepsi Max deild kvenna en það verður ekki í ár.

Knattspyrnusamband Íslands hélt í dag upplýsingafund fyrir fjölmiðla í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var yfir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er fram undan.

KSÍ hefur birt nýtt leikjaplan en það verður þó að taka það fram að það er enn í vinnslu og gæti því tekið einhverjum breytingum. Félögin hafa frest til 12. maí til að koma að athugasemdum en heilbrigðisyfirvöld eiga lokaorðið.

Pepsi Max deild kvenna hefst föstudaginn 12. júní eða daginn áður en fyrsti leikur verður í Pepsi Max deild karla.

Opnunarleikur Pepsi Max deildar kvenna og fyrsti leikur Íslandsmótsins er leikur Íslandsmeistara Vals og KR á Origovellinum á Hlíðarenda 12. júní.

Fyrsta umferð Pepsi Max deild kvenna klárast síðan með fjórum leikjum á laugardeginum.

Lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna fer fram sunnudaginn 11. október.

Það má finna alla leikjaröðunina í Pepsi Max deild kvenna 2020 með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×