Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að byggja verði fjölbreyttara atvinnulíf á svæðinu. Vísir/EinarÁ Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira