Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 11:31 F16 orrustuþotu tyrkneska flughersins flogið yfir Tyrklandi. Getty/Anadolu Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Tyrkland Sýrland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu.
Tyrkland Sýrland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira