9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 19:24 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vann sviðsmyndagreiningu um efnahagshorfur í apríl. Forsendur sem slíkar sviðsmyndagreiningar byggja á geta breyst hratt á þeim óvissutímum sem uppi eru. Vísir/Vilhelm Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira