Langaði í stríð við eftirlitið en ákvað að láta frekar af störfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 20:48 Guðmundur Kristjánsson Vísir/vilhelm Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira