Guðni hefur kosningabaráttu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 12:31 Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira