Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:40 Vafalítið verða margir Íselndingar sem leggja leið sína norðu í Mývatnssveit í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira