Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 21:25 Vigdís Sóley Vignisdóttir ráðgjafi umboðsmanns barna afhendir Katrínu Jakobsdóttur niðurstöður Barnaþings við Ráðherrabústaðinn í dag. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna." Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna."
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00