Stöðvum spillinguna! Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. maí 2020 11:00 Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun