400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 16:44 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira