Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 19:28 Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53