Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 19:28 Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53