Sport

Forseti Íslands meðal keppenda í fyrsta hlaupinu eftir Covid-19

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðni Th. í Reykjavíkurmaraþoninu 2018
Guðni Th. í Reykjavíkurmaraþoninu 2018 Vísir/Vilhelm

Það var hátíðardagur í Vestmannaeyjum í dag þegar hið árlega Puffin Run fór fram þar sem hlaupnir eru 20 kílómetrar í mögnuðu umhverfi Heimaeyjar. Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið fer fram.

Í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafa engir stórir íþróttaviðburðir eða fjöldasamkomur farið fram hér á landi undanfarnar vikur og flykktust hlauparar landsins því til Vestmannaeyja í dag, frelsinu fegnir. Tóku alls 350 manns þátt. Var mótið skipulagt í samráði við lögreglu og almannavarnir.

Á meðal keppenda var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

„Þetta er einstaklega skemmtilegt hlaup á svo marga vegu. Veðrið var ágætt, náttúran einstök og félagsskapurinn góður. Áður en ég skráði mig til leiks hafði ég gengið úr skugga um að okkar einvalalið í almanna- og veiruvörnum hafði lagt blessun sína yfir hlaupið og hérna var allra öryggisreglna gætt,“ segir Guðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×