Ráku skipstjóra flugmóðurskips sem kallaði eftir hjálp vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 07:47 Flugmóðurskipið, Theodore Roosevelt. EPA/ANTHONY N. HILKOWSKI Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31