FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 13:34 Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Vísir/Getty Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn. Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn.
Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00
Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45