Gefa starfsmönnum 150 milljónir vegna kórónuveiruálags Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:16 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. samkaup Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira