Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 23:51 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að halda fjarlægð við annað fólk í varúðarskyni. Blaðafulltrúi hans greindist smitaður af kórónuveiru á föstudag. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali í dag eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. AP-fréttastofan segir að ítrekuð próf sem Pence hefur gengist undir frá því að hann var í návígi við smitaðan einstakling hafi verið neikvæð. Hann fylgi hins vegar leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um að fjarlægja sig öðru fólki tímabundið. Talsmaður Pence segir engu að síður að Pence sé ekki í sóttkví og að hann hyggist mæta til starfa í Hvíta húsinu á morgun. Blaðafulltrúi Pence, Katie Miller, greindist með kórónuveiruna á föstudag og var hún þá annar starfsmaður Hvíta hússins sem greindist smitaður á einni viku. Persónulegur aðstoðarmaður Trump greindist smitaður á fimmtudag. Miller er eiginkona Stephens Miller, eins helsta ráðgjafa Trump forseta. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Robert Redfield, forstjóri CDC, og Stephen Hahn, forstjóri Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, eru allir í sóttkví vegna þess að þeir voru nærri starfsmanni Hvíta hússins sem greindist smitaður. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25 Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali í dag eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. AP-fréttastofan segir að ítrekuð próf sem Pence hefur gengist undir frá því að hann var í návígi við smitaðan einstakling hafi verið neikvæð. Hann fylgi hins vegar leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um að fjarlægja sig öðru fólki tímabundið. Talsmaður Pence segir engu að síður að Pence sé ekki í sóttkví og að hann hyggist mæta til starfa í Hvíta húsinu á morgun. Blaðafulltrúi Pence, Katie Miller, greindist með kórónuveiruna á föstudag og var hún þá annar starfsmaður Hvíta hússins sem greindist smitaður á einni viku. Persónulegur aðstoðarmaður Trump greindist smitaður á fimmtudag. Miller er eiginkona Stephens Miller, eins helsta ráðgjafa Trump forseta. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Robert Redfield, forstjóri CDC, og Stephen Hahn, forstjóri Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, eru allir í sóttkví vegna þess að þeir voru nærri starfsmanni Hvíta hússins sem greindist smitaður.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25 Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42
Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25
Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37