Eigandi félags í ensku úrvalsdeildinni hótar að greiða ekki laun Anton Ingi Leifsson skrifar 11. maí 2020 08:00 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United, sigursælasta félagsins í ensku úrvalsdeildinni frá því henni var komið á laggirnar 1992. vísir/getty Tíðinda er að vænta úr enska boltanum í dag en félögin tuttugu úr úrvalsdeildinni munu þá funda um hvernig eigi að koma deildinni aftur af stað. UEFA krefur deildirnar um svör fyrir 25. maí til þess að geta ákveðið hvað verður um Meistara- og Evrópudeildina. Fundurinn fer fram nú í morgunsárið en óvíst er hversu lengi hann mun standa yfir. Talið er að leikmönnum verði svo greint frá því að þeir eigi að mæta til æfinga síðar í vikunni en mörg lið á Englandi hafa ekki æft í tæpa tvo mánuði. Einhverjir leikmenn hafa lítinn sem engan áhuga á því að byrja að æfa aftur á meðan faraldurinn stendur yfir. Samkvæmt heimildum enskra miðla verður þeim þó sagt að það sé öruggara að byrja æfa heldur en að fara út í matvörubúð. EXCLUSIVE: Premier League stars to be told training return is safer than going to supermarket | @johncrossmirror https://t.co/JGjATDDrtD pic.twitter.com/vls5Fd2maI— Mirror Football (@MirrorFootball) May 10, 2020 Sumir leikmenn eru sagðir ætla að ganga það langt að neita að mæta til æfinga. Sky Sports hefur eftir eiganda eins félags í deildinni að hann muni neita að borga laun þeirra leikmanna sem ekki mæta til æfinga á tilsettum tíma. Annar framkvæmdarstjóri segir að ef leikmönnum líði illa að mæta á æfingar - ættu þeir ekki að mæta. Heilsa þeirra sé í fyrsta sæti. Úrvalsdeildin hefur unnið að tillögu varðandi það að koma deildinni aftur í gang. Tillagan hefur verið send ríkisstjórn Englands og heilbrigðisyfirvöldum. Leikmenn og þjálfarar munu einnig hittast í vikunni og ræða málið. One Premier League club owner has told Sky Sports News their players will not be paid if they do not play...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 11, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Tíðinda er að vænta úr enska boltanum í dag en félögin tuttugu úr úrvalsdeildinni munu þá funda um hvernig eigi að koma deildinni aftur af stað. UEFA krefur deildirnar um svör fyrir 25. maí til þess að geta ákveðið hvað verður um Meistara- og Evrópudeildina. Fundurinn fer fram nú í morgunsárið en óvíst er hversu lengi hann mun standa yfir. Talið er að leikmönnum verði svo greint frá því að þeir eigi að mæta til æfinga síðar í vikunni en mörg lið á Englandi hafa ekki æft í tæpa tvo mánuði. Einhverjir leikmenn hafa lítinn sem engan áhuga á því að byrja að æfa aftur á meðan faraldurinn stendur yfir. Samkvæmt heimildum enskra miðla verður þeim þó sagt að það sé öruggara að byrja æfa heldur en að fara út í matvörubúð. EXCLUSIVE: Premier League stars to be told training return is safer than going to supermarket | @johncrossmirror https://t.co/JGjATDDrtD pic.twitter.com/vls5Fd2maI— Mirror Football (@MirrorFootball) May 10, 2020 Sumir leikmenn eru sagðir ætla að ganga það langt að neita að mæta til æfinga. Sky Sports hefur eftir eiganda eins félags í deildinni að hann muni neita að borga laun þeirra leikmanna sem ekki mæta til æfinga á tilsettum tíma. Annar framkvæmdarstjóri segir að ef leikmönnum líði illa að mæta á æfingar - ættu þeir ekki að mæta. Heilsa þeirra sé í fyrsta sæti. Úrvalsdeildin hefur unnið að tillögu varðandi það að koma deildinni aftur í gang. Tillagan hefur verið send ríkisstjórn Englands og heilbrigðisyfirvöldum. Leikmenn og þjálfarar munu einnig hittast í vikunni og ræða málið. One Premier League club owner has told Sky Sports News their players will not be paid if they do not play...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 11, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira