Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:16 Frá vettvangi slyssins í Melbourne 22. apríl síðastliðinn. Vísir/AP Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00