Hefur áhyggjur af þróuninni en er spenntur fyrir Olís-deildinni næsta vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 13:30 Eftir þrjú ár í atvinnumennsku leikur Helena Rut Örvarsdóttir í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. vísir/bára „Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
„Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36
KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29
Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45
Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn