Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2020 11:43 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent