Tuttugu sjúklingar í þúsund rúma sjúkraskipi Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 10:52 Einungis tuttugu sjúklingar voru um borð í USNS Comfort í gærkvöldi. Þar er pláss fyrir um þúsund sjúklinga. AP/Seth Wenig Sjúkraskipið USNS Comfort átti að létta undir með heilbrigðiskerfi New York borgar þar sem umfangsmikil útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur sett mikið álag á sjúkrahús. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð í skipinu og um 1.200 manns í áhöfn þess. Þar voru í gærkvöldi tuttugu sjúklingar og forsvarsmenn sjúkrahúsa í borginni eru æfir. Þeir segja veru skipsins við bryggju í New York vera brandara og sjónarspil. Aldrei stóð til að flytja fólk með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, um borð í skipið, heldur átti áhöfn þess að sinna öðrum störfum og taka á móti hefðbundnum sjúklingum. Skriffinnska og reglur herafla Bandaríkjanna hafa þó komið í veg fyrir hægt sé að leggja marga þar inn. Samkvæmt frétt New York Times hefur sjóherinn neitað að taka á móti sjúklingum vegna minnst 49 mismunandi veikinda eða áverka. Þá mega sjúkrabílar ekki flytja sjúklinga beint til skipsins. Fyrst þarf að flytja þá á hefðbundið sjúkrahús þar sem þeir þurfa að undirgangast langt skoðunarferli, þar sem meðal annars þarf að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með Covid-19, áður en flytja má sjúklingana um borð í skipið. Gjörgæslusjúklingum fjölgað gífurlega Michael Dowling, sem stýrir stærstu keðju sjúkrahúsa í New York, segist hafa þurft að rífa sjúkrahús í tætlur til að finna rými sem hægt hafi verið að breyta í sjúkradeildir. Frá 20. mars hafi sjúklingum með Covid-19 fjölgað úr hundrað í um 2.800 og um fjórðungur þeirra sé í alvarlegu ástandi í gjörgæslurými. Íbúar New York tóku USNS Comfort fagnandi.AP/Kathy Willens Víðsvegar um borgina eru sjúkrahús og starfsmenn þeirra að kikna undan álaginu. Fólk hefur dáið á göngum sjúkrahúsa áður en hægt hefur verið að tengja þau við einhverjar af þeim fáu öndunarvélum sem eru í boði. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þar að auki þurft að nota sama gamla hlífðarbúnaðinn aftur og aftur og sífellt fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar veikjast. Svo margir eru að deyja í New York að borgin er að verða uppiskroppa með líkpoka. „Ef ég á að segja eins og er, þá er þetta brandari,“ segir Dowling við NYT. Hann sagði stöðuna vera fáránlega. Eina leiðin sé að opna Comfort fyrir sjúklinga með Covid-19. „Ef þið ætlið ekki að hjálpa okkur með fólkið sem við þurfum hjálp með, hver er þá tilgangurinn?“ Ekki klippt og skorið Vararmálaráðuneyti Bandaríkjanna svaraði fyrirspurn NYT um málið með því að vísa í ummæli Donald Trump, forseta og æðsta yfirmanns hersins, um að engum sjúklingum með Covid verði hleypt um borð. Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, tilkynnti þó í gærkvöldi að hann hefði rætt við Trump um að opna aðra starfsstöð hersins í Manhattan fyrir fólki með Covid-19. Þar eru um 2.500 sjúkrarými. Trump samþykkti það en engar fregnir hafa borist um breytingar varðandi Comfort. Það að hleypa fólki með Covid-19 um borð er þó í raun ekki sjálfsagður hlutur. Áhöfn skipsins er þjálfuð í því að hlúa að ungum hermönnum með skotsár og meiðsl vegna sprenginga, sem eru þó að öðru leyi heilsuhraustir. Þá er skipið hannað með það í huga og pláss er ekki mikið um borð. Útbreiðsla þar um borð gæti gert áhöfn skipsins óstarfhæfa á mjög skömmum tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjúkraskipið USNS Comfort átti að létta undir með heilbrigðiskerfi New York borgar þar sem umfangsmikil útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur sett mikið álag á sjúkrahús. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð í skipinu og um 1.200 manns í áhöfn þess. Þar voru í gærkvöldi tuttugu sjúklingar og forsvarsmenn sjúkrahúsa í borginni eru æfir. Þeir segja veru skipsins við bryggju í New York vera brandara og sjónarspil. Aldrei stóð til að flytja fólk með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, um borð í skipið, heldur átti áhöfn þess að sinna öðrum störfum og taka á móti hefðbundnum sjúklingum. Skriffinnska og reglur herafla Bandaríkjanna hafa þó komið í veg fyrir hægt sé að leggja marga þar inn. Samkvæmt frétt New York Times hefur sjóherinn neitað að taka á móti sjúklingum vegna minnst 49 mismunandi veikinda eða áverka. Þá mega sjúkrabílar ekki flytja sjúklinga beint til skipsins. Fyrst þarf að flytja þá á hefðbundið sjúkrahús þar sem þeir þurfa að undirgangast langt skoðunarferli, þar sem meðal annars þarf að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með Covid-19, áður en flytja má sjúklingana um borð í skipið. Gjörgæslusjúklingum fjölgað gífurlega Michael Dowling, sem stýrir stærstu keðju sjúkrahúsa í New York, segist hafa þurft að rífa sjúkrahús í tætlur til að finna rými sem hægt hafi verið að breyta í sjúkradeildir. Frá 20. mars hafi sjúklingum með Covid-19 fjölgað úr hundrað í um 2.800 og um fjórðungur þeirra sé í alvarlegu ástandi í gjörgæslurými. Íbúar New York tóku USNS Comfort fagnandi.AP/Kathy Willens Víðsvegar um borgina eru sjúkrahús og starfsmenn þeirra að kikna undan álaginu. Fólk hefur dáið á göngum sjúkrahúsa áður en hægt hefur verið að tengja þau við einhverjar af þeim fáu öndunarvélum sem eru í boði. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þar að auki þurft að nota sama gamla hlífðarbúnaðinn aftur og aftur og sífellt fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar veikjast. Svo margir eru að deyja í New York að borgin er að verða uppiskroppa með líkpoka. „Ef ég á að segja eins og er, þá er þetta brandari,“ segir Dowling við NYT. Hann sagði stöðuna vera fáránlega. Eina leiðin sé að opna Comfort fyrir sjúklinga með Covid-19. „Ef þið ætlið ekki að hjálpa okkur með fólkið sem við þurfum hjálp með, hver er þá tilgangurinn?“ Ekki klippt og skorið Vararmálaráðuneyti Bandaríkjanna svaraði fyrirspurn NYT um málið með því að vísa í ummæli Donald Trump, forseta og æðsta yfirmanns hersins, um að engum sjúklingum með Covid verði hleypt um borð. Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, tilkynnti þó í gærkvöldi að hann hefði rætt við Trump um að opna aðra starfsstöð hersins í Manhattan fyrir fólki með Covid-19. Þar eru um 2.500 sjúkrarými. Trump samþykkti það en engar fregnir hafa borist um breytingar varðandi Comfort. Það að hleypa fólki með Covid-19 um borð er þó í raun ekki sjálfsagður hlutur. Áhöfn skipsins er þjálfuð í því að hlúa að ungum hermönnum með skotsár og meiðsl vegna sprenginga, sem eru þó að öðru leyi heilsuhraustir. Þá er skipið hannað með það í huga og pláss er ekki mikið um borð. Útbreiðsla þar um borð gæti gert áhöfn skipsins óstarfhæfa á mjög skömmum tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26