Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 10:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“ Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira