Umferð á höfuðborgarsvæðinu að aukast Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. maí 2020 07:00 Umferð á Vesturlandsvegi. Mynd/ Rósa. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hún er þó nærri 10% minni en í sömu viku í fyrra. Rekja má aukninguna til rýmkunar á samkomubanni sem hefur verið í gildi vegna kórónafaraldursins. Tölur Vegagerðarinnar gefa til kynna 9,5% samdrátt í umferðinni í síðustu viku, viku 19 og í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, vikunni fyrir samkomubann. Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Mestur mældist samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um 20%. Samdrátturinn varð minnstur á Reykjanesbraut við Dalveg, 5%. Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum: Kópavogslækur -19,9% Reykjanesbraut -5,0% Vesturlandsvegur -7,0% Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hún er þó nærri 10% minni en í sömu viku í fyrra. Rekja má aukninguna til rýmkunar á samkomubanni sem hefur verið í gildi vegna kórónafaraldursins. Tölur Vegagerðarinnar gefa til kynna 9,5% samdrátt í umferðinni í síðustu viku, viku 19 og í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, vikunni fyrir samkomubann. Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Mestur mældist samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um 20%. Samdrátturinn varð minnstur á Reykjanesbraut við Dalveg, 5%. Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum: Kópavogslækur -19,9% Reykjanesbraut -5,0% Vesturlandsvegur -7,0%
Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent