Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 06:34 Þúsundir lögreglumanna vinna nú því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem talið er að hafi verið í næturklúbbahverfi Seúl þegar sýkingin kom upp. Getty/Chung Sung-Jun 101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira