Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2020 10:26 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt fréttamannafund í morgun. Getty Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05